A A

Sumarstigakeppnin 2013

Sumarstigakeppnin er góð leið til að fá fullt af æfingaleikjum í sumar. Keppnin er hugsuð sem æfingakeppni fyrir alla sem eru með sumarkort í Tennishöllinni í sumar eða eru að æfa Tennis í sumar. Keppnin hentar öllum spilurum á hvaða styrkleikastigi sem er og verður í upphafi skipt í riðla eftir ITN listanum. Skipulagðir verða leikir í hverri viku eftir kl. 17 á daginn virka daga og er keppt í 3 manna riðlum. Ef þú vinnur ferðu upp stigann og keppir í efri riðli í næstu viku en ef þú tapar ferðu niður um riðil og ef þú vinnur einn og tapar einum þá ertu áfram í sama riðli. Keppt verður allar vikur nema þegar stærstu tennismótin eru í gangi. Þátttaka er án endurgjalds fyrir þá sem eru með sumarkort/árskort og þá sem æfa í sumar hjá TFK, TFG og BH en kostar annars 8900 kr fyrir börn og unglinga en 14.900 kr fyrir fullorðna.

Starfsfólk Tennishallarinnar mun senda út póst í hverri viku með leikjaplani.

Hægt er að skrá sig hér að neðan. Gott er að skrá niður þær vikur sem þú kemst ekki í sumar, þannig að ekki verður gert ráð fyrir þér, þær vikur sem þú ert fjarverandi. Vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi form ef þú vilt vera með:

Nafn*

Netfang*

GSM

Hversu oft viltu spila æfingaleiki í hverri viku
1 leik2 leiki

Hvaða vikur kemstu ekki?

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá vor 23′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.800 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.950 kr. á mann
5 spilarar: 1.780 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Athugið að ekki er hægt að færa vallarbókun nema tilkynnt sé um breytingu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 22:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar