A A

Einkaþjálfun

Í Tennishöllinni starfa margir góðir þjálfarar.  Hægt er að fara á hópnámskeið en einnig er hægt að taka einkatíma hjá þjálfurum. Vinsælt er t.d hjá þeim sem fá sér árskort að taka öðru hverju einkatíma.  Algengt er að einn eða tveir saman fái sér einkaþjálfun.  Ef þú vilt komast að hjá toppþjálfara þá geturðu haft samband við okkur í síma 564 4030 eða sent tölvupóst á tennis@tennishollin.is.    Jón Axel Jónsson og Milan Kosicky taka að sér einkaþjálfun í vetur en þeir eru báðir með erlendar þjálfunargráður.  Jón Axel er með P-1 hæstu gráðu sem hægt er að fá í Bandaríkjunum og var að klára Level III gráðu í ágúst 2013 frá alþjóðlega Tennissambandinu og er það einnig hæsta gráðan frá þeim.   Milan er bæði með þjálfaragráðu frá Bandaríkjum og Spáni.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar