Tennisskólar í sumar
Í tennsskólum er bæði gaman og lærdómsríkt. Að fara í tennisskóla á sumrin er tilvalin og skemmtileg leið fyrir börn að kynnast tennisíþróttinni.
Í sumar eru starfræktir fjórir tennisskólar fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu.
Tennishöllin og TFK skipuleggja tennisskóla í Tennishöllinni og við útivelli TFK að Dalsmára. Upplýsingar : http://www.tennishollin.is/2014/04/tennisskolinn-a-sumrin/
Í Reykjavík eru skipulagðir tennisskólar á tveimur stöðum.
Tennisskóli Þrótta og Fjölnis er haldinn í Laugardalnum við útitennisvelli á Þróttarasvæði. Upplýsingar: http://www.tennishollin.is/tennisskoli-throttar-og-fjolnis/ .
Tennisskóli Víkings heldur einnig tennisskóla í Fossvoginum að Traðarlandi 1. Upplýsingar: http://tennis.is/?page_id=18
Í Hafnarfirði er Tennisskóli BH haldinn á tennisvöllunum við Víðistaðatún. Upplýsingar: http://www.tennishollin.is/tennisskoli-bh/
06/04 2014
Fréttir