5 leikja æfingamót 5-9.ágúst
Tilgangur:
Mótið er upphitunarmót fyrir Íslandsmótið í tennis sem haldið verður í vikunni á eftir og gefur leikmönnum tækifæri til að komast í gott keppnisform fyrir Íslandsmótið.
Fyrirkomulag:
Fyrirkomulagið er þannig að allir keppendur í mótinu keppa einn leik á dag frá og með þriðjudeginum 5.ágúst og til og með 9.ágúst. Keppendur munu keppa við þá sem eru næstir þeim á ITN listanum.
Sigurvegarar:
Þeir sem vinna flesta leiki sigra mótið.
Verðlaun:
Í boði verða flott verðlaun fyrir 1-3 sæti
Þátttökugjald:
3500 kr fyrir fullorðna. Frítt er fyrir þá sem eru með sumarkort.
2500 kr fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri
15/07 2014
Fréttir