A A

Opnir tímar í sumar

20/06 2017

Fréttir

Þú þarft ekki að vera einn á vellinum.

Í sumar ættu allir tennisspilarar að finna eitthvað við sitt hæfi.  Við verðum með þó nokkuð af opnum tímum sem hægt er að mæta í og kynnast þannig öðrum spilurum.

Kvennatímar verða á mánudögum kl. 12-13 og á miðvikudögum kl. 20-21.  Umsjón hafa Jón Axel Jónsson eða Dominik Hobacher.
Karlakvöld verða á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-22.  Umsjón hefur Ægir Breiðfjörð.

Opnir tímar verða í hádeginu á miðvikudögum og föstudögum kl. 12-13.  Umsjón hefur Jónas Páll Björnsson.

Verðið er 1500 kr skiptið en ef þú ert með sumarkort eða árskort í tennis þá er frítt í þessa tíma.

Splurggen (Tennis Eróbikk) er í umsjón Milan Kosický og er haldið á þriðjudags- og föstudagsmorgnum kl. 8-9 og stundum bætir hann við tímum á öðrum tímum og gott er að fylgjast með því á Splurggen facebooksíðunni.  Vallargjald er innifalið í sumar- eða árskortinu á sumrin en kostar 1.000 kr fyrir aðra.  Greitt er sérstaklega fyrir þjálfunina.

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 6:30 - 23:30
  • Föstudaga 6:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 8:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar