A A

Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum)

Federer var örugglega með árskort

Federer er örugglega með morgun- og helgarkort.

Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum)

Með morgun- og helgarkorti í tennis er korthafa frjálst að panta staka tíma á lausum tímum á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og eftir kl. 22:30 og um helgar sem við skilgreinum að byrji kl. 20:30 á föstudagskvöldum. Athugið að aðeins er hægt að bóka einn tíma í einu og ekki er hægt að vera með fasta tíma á þessu korti.

Verð á morgun- og helgarkorti

Föst áskrift kostar 9.900 kr á mánuði. Á henni er 12 mánaða binding en hægt er að segja áskriftinni upp hvenær sem er eftir það. Börn og unglingar 16 ára og yngri geta fengið þessa áskrift á 5.900 kr á mánuði.

9 mánaða áskrift kostar 12.900 kr á mánuði

6 mánaða áskrift kostar 15.900 kr á mánuði

3 mánaða áskrift kostar 18.900 kr á mánuði

Athugið: Þeir sem eru einnig með fastan tíma fá 2.000 kr. afslátt af mánaðargjaldinu.

Opnir tímar
Kvennatímar eru í hádeginu á mánudögum kl. 11:30-12:30. Opnir tímar ITN stig 6-9 eru í hádeginu á miðvikudögum kl. 11:30-12:30 og opnir tímar ITN stig 1-7 eru á mánudögum kl. 12:30 og á föstudögum kl. 11:30. Verðið er 1800 kr skiptið en ef þú ert með morgun- eða helgarkort í tennis þá er frítt í þessa tíma.

Splurggen – Cardio tennis
Milan Kosicky er með Splurggen á dagskrá fjórum sinnum í viku í vetur. Á þriðjudögum kl. 18:30, á föstudögum kl. 8:00 og á laugardögum kl. 10:30. Á miðvikudögum kl. 8:00-9:00 verður Splurggen fyrir byrjendur. Skráðu þig og fáðu upplýsingar hjá milan@tennishollin.is. Til að fá aðgang að þessum tímum þarftu að vera með morgun- og helgarkort (einnig fyrir þriðjudaga kl.18:30) í tennis en greitt er sérstaklega fyrir þjálfunina.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar