A A

Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum)

Federer var örugglega með árskort

Federer er örugglega með morgun- og helgarkort.

Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum)

Með morgun- og helgarkorti í tennis er korthafa frjálst að panta staka tíma á lausum tímum á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og eftir kl. 22:30 og um helgar sem við skilgreinum að byrji kl. 20:30 á föstudagskvöldum. Athugið að aðeins er hægt að bóka einn tíma í einu og ekki er hægt að vera með fasta tíma á þessu korti.

Verð á morgun- og helgarkorti

Föst áskrift kostar 9.900 kr á mánuði. Á henni er 12 mánaða binding en hægt er að segja áskriftinni upp hvenær sem er eftir það. Börn og unglingar 16 ára og yngri geta fengið þessa áskrift á 5.900 kr á mánuði.

9 mánaða áskrift kostar 12.900 kr á mánuði

6 mánaða áskrift kostar 15.900 kr á mánuði

3 mánaða áskrift kostar 18.900 kr á mánuði

Athugið: Þeir sem eru einnig með fastan tíma fá 2.000 kr. afslátt af mánaðargjaldinu.

Athugið: Áskriftin hækkar um 2.000 kr þann 1.febrúar 2021.

ATH Reglur!

1.Kortið gildir einungis fyrir korthafa, sé meðspilari ekki með kort greiðir hann fyrir sinn hluta af vellinum.
2.Einungis er leyfilegt að bóka einn völl í einu með kortinu.  Hægt er að bóka annan völl eftir að bókuðum tíma líkur.

Opnir tímar
Kvennatímar eru í hádeginu á mánudögum kl. 11:30-12:30. Opnir tímar ITN stig 6-9 eru í hádeginu á miðvikudögum kl. 11:30-12:30 og opnir tímar ITN stig 1-7 eru á mánudögum kl. 12:30 og á föstudögum kl. 11:30. Verðið er 1800 kr skiptið en ef þú ert með morgun- eða helgarkort í tennis þá er frítt í þessa tíma.

Splurggen – Cardio tennis
Milan Kosicky er með Splurggen á dagskrá fjórum sinnum í viku í vetur. Á þriðjudögum kl. 18:30, á föstudögum kl. 8:00 og á laugardögum kl. 10:30. Á miðvikudögum kl. 8:00-9:00 verður Splurggen fyrir byrjendur. Skráðu þig og fáðu upplýsingar hjá milan@tennishollin.is. Til að fá aðgang að þessum tímum þarftu að vera með morgun- og helgarkort (einnig fyrir þriðjudaga kl.18:30) í tennis en greitt er sérstaklega fyrir þjálfunina.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar