A A

Byrjendanámskeið í Padel fyrir fullorðna í vetur

Byrjendanámskeið í padel tennis

Um er að ræða mörg námskeið og ýmsar tímasetningar. Aðeins 4 til 6 einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans.

Gott er að láta okkur vita hvaða tímar henta þér og við reynum að finna tíma sem hentar.

Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík og eru góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt.  Boltar og spaðar eru á staðnum.

Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Bjóðum upp á sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa. Padel er frábær paraíþrótt.

Padelþjálfararnir Sergio Cacela og Nicolas Barreiro eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í Padel.

Verð fyrir 10 tíma námskeið er 32.900 kr. en 58.900 kr. fyrir 20 tíma námskeið.

Ef þú vilt koma á svona námskeið, þá geturðu hringt í okkur í síma 564 4030 eða sent okkur tölvupóst á mailto:tennis@tennishollin.is eða skráð þig á formið hér fyrir neðan og við komum þér af stað.

PADEL


Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar