A A

Lindex Stórmótið!

09/03 2021

Fréttir

Smellið á myndina til þess að stækka

 

 

21. – 24. október næstkomandi fer fram Lindex Stórmótið í tennis og padel. Mótið er fyrir alla fjölskylduna en keppt er í flokkum fyrir alla aldurshópa ásamt sérstöku fjölskyldumóti, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!

 

Þátttökugjöld í hverjum flokki eru:

Fullorðnir:

Einliðaleikur:     6.000 kr
Tvíliðaleikur:      3.000 kr

 

Börn og unglingar:

Einliðaleikur:     3.000 kr
Tvíliðaleikur:      2.000 kr

 

Síðasti skráningardagur er: 18.október.

Opnunarhátið fer fram á föstudaginn 22.október kl. 19:00 með Högna Egilssyni, einum ástsælasta tónlistarmanni landsins, og Alberti Þóri Magnússyni, forseta Lindex á Íslandi. Allir þátttakendur velkomnir.

Mini tennis mótið fer fram á föstudaginn 22. október frá 17:00 – 19:00.

Haldið verður fjölskylduskemmtimót föstudagskvöldið 22. október kl. 19:30-23:00.

Einnig er keppt  í meistaraflokki/opnum flokki með ITN (International Tennis Number) kerfi. Kerfið virkar þannig að hver þátttakandi kemur inn í mótið skv. sínum styrkleika og allir ættu að fá góða leiki.

Sunnudaginn 24. október fara úrslitaleikir mótsins fram, en lokhóf mótsins hefst kl. 18:00 samdægurs.

Klæðnaður: Litríkur. Veitt verða verðlaun fyrir litríkasta klæðnaðinn á lokahófinu.

Lindex gefur öllum þátttakendur sérstök þátttakenda verðlaun.

 

Mótstjóri:
Diana Ivancheva
779 5318

 

 

Vinsamlegast gangið frá skráningu hér!

 

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar