A A

Tennishöllin er opin með takmörkunum

26/03 2021

Fréttir

Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðisráðuneytið vegna hertra sóttvarnaraðgerða og fjöldatakmarkana. Tennishöllin hefur leyfi til þess að halda starfsemi sinni áfram en þó með takmörkunum.
 1. Tveggja metra reglan er ennþá í gildi
 2. Grímuskylda er á staðnum og bannað er að safnast saman í þjónustuaðstöðunni
 3. Padelvellir eru lokaðir
 4. Búningsklefar og sturtur eru lokaðar
 5. Barna- og unglingaæfingar TFK, TFG og TFH falla niður
 6. Engin sameiginlegur búnaður er leyfður, sem þýðir að tennisspilarar verða að mæta með sinn eigin búnað og hver tennisspilari verður að nota sína bolta og má bara koma við þá eða að menn spili án þess að koma við boltann og nota spaðann til að taka upp boltann og koma honum svo í leik með spaðanum.
 7. Einungis tveir mega spila á vellinum í einu (fjórir einstaklingar mega vera saman með völlinn en þurfa að skiptast á) Starfsfólk getur útskýr góða leiki sem hægt er að spila á þennan hátt.
 8. Sprittbrúsar eru á hverjum velli og hægt er spritta sig á milli stiga og lota.
 9. Hurðir verða opnar að völlum og þeir fáu sameiginlegu snertifletir sem eru í húsinu með þessu skipulagi verða sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.
Mjög mikilvægt er að allir fari í einu og öllu eftir þessum reglum. Tennisvellirnir verða því opnir næstu vikurnar að öllu óbreyttu og allir fastir tímar munu haldast.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
 • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
 • Föstudaga 7:30 - 22:30
 • Laugardaga 8:30 - 21:30
 • Sunnudaga 9:30 -22:30
 • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar