A A

Tennisskólinn í sumar

Tennis- og leikjaskólinn fyrir börn 5-8 ára og Tennisskólinn fyrir börn 9-13 ára

Tennisskólinn 2010

Í sumar bjóðum við upp á skemmtileg námskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára. Þessi sumarnámskeið hafa verið mjög vinsæl hjá okkur í gegnum tíðina og margir koma aftur og aftur.

Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur, Padel, Bandý og fleira. Allir nemendur fá TFK eða TFG bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzuveisla.

Hreyfiþroski og skipulag

Á hverju námskeiði er lögð áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna og uppeldislega hollt umhverfi . Miðað er við að um það bil einn leiðbeinandi sé á hver 6 börn. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri.  Eftir því sem krakkarnir verða eldri er meira lagt upp úr æfingum og tennisspili þó að ýmsir leikir séu þar líka á dagsskrá, en áhersla er í öllum hópum að hafa gaman af tennis.

Tímasetning námskeiðanna er eftirfarandi:

1. námskeið 10. júní – 24. júní. Smellið hér fyrir skráningu á námskeið 1.

2. námskeið 27.júní – 8. júlí. Smellið hér fyrir skráningu á námskeið 2.

3. námskeið 11. júlí – 22. júlí. Smellið hér fyrir skráningu á námskeið 3.

4. námskeið 25.júlí – 5. ágúst. Smellið hér fyrir skráningu á námskeið 4.

5. námskeið 8. ágúst – 19.ágúst. Smellið hér fyrir skráningu á námskeið 5.

ATH. Hægt er að taka fullt námskeið eða stakar vikur innan hvers námskeiðs. Einnig er hægt að vera hálfan daginn eða allan daginn.

Tími og gæsla

Hægt er að taka námskeið sem stendur frá kl. 9:00 – 12:00 eða frá kl. 13:00 – 16:00 eða allan daginn. Börnin geta þó mætt í gæslu kl. 7:45 og verið í gæslu í hádeginu og til kl. 17:15. Hvert námskeið er sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur.  Gæslan er án endurgjalds.

Verð

Fullt tveggja vikna námskeið kostar 29.800 kr hálfan daginn en 43.800 kr heill dagur.  Verð fyrir eina viku hálfan daginn er 16.900 kr en heilan dag 24.900 kr.    Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.

Umsjón

Námskeiðin eru í umsjón tennisþjálfaranna Jóns Axels Jónssonar íþróttastjórnunarfræðings, Milan Kosicky,  Diönu Ivanchevu, Önnu Soffíu Grönholm, Patricu Huasakovu, Luis Carillo Rueda og Arnalds Orra Gunnarssonar.

 

 

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá haust 22′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.700 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.925 kr. á mann
5 spilarar: 1.760 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 22:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar