Jólastuð í Tennishöllinni 17. desember fyrir iðkendur TFK, TFG og TFH
Laugardaginn 17. desember verður jólagleði í Tennishöllinni fyrir þá sem æfa hjá TFK, TFG og TFH.
Sama dag hefst Jólamótið. Skráningu í mótið lýkur 13. desember.
Hægt er að skrá sig á mótið með því að smella hér.
Athugið að ferkari upplýsingar eru neðst á skráningarsíðunni.
Dagskrá 17. desember:
12:30-14:00 Mini-tennismót
14:00-16:00 Jólagleði fyrir krakkar á aldrinum 8-12 ára eða þau sem mæta á æfingar frá 14:30 til 15:50 – Leikir bæði innan- og utanvallar auk pizzaveislu!
16:00-18:30 Jólagleði krakkar og unglingar 12 ára og eldri eða þau sem mæta á æfingar 15:50 og seinna – Leikir bæði innan- og utanvallar auk pizzaveislu!
Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana svo við hvetjum fólk til að mæta í jólafötum og í jólastuði!
Auk þess verða veitt fleiri verðlaun meðal annars fyrir bestu mætingu, besta viðhorfið og fleira.
09/12 2022
Fréttir