A A

Morgun- og helgarkort, Silfur- og Gull kort og opnir tímar

Federer var örugglega með árskort

Federer er örugglega með morgun- og helgarkort.

Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum)

Með morgun- og helgarkorti í tennis er korthafa frjálst að panta staka tíma á lausum tímum á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og eftir kl. 22:30 og um helgar sem við skilgreinum að byrji kl. 20:30 á föstudagskvöldum. Kortið veitir einnig aðgang að opnum tímum í hádeginu og þeir sem eru með kortið þurfa ekki að greiða vallargjald í Splurggen (tennis cardio) á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og um helgar. Athugið að aðeins er hægt að bóka einn tíma í einu og ekki er hægt að vera með fasta tíma á þessu korti.

Verð á morgun- og helgarkorti

Föst áskrift kostar 12.900 kr á mánuði. Á henni er 12 mánaða binding en hægt er að segja áskriftinni upp hvenær sem er eftir það.

9 mánaða áskrift kostar 15.900 kr á mánuði

6 mánaða áskrift kostar 18.900 kr á mánuði

3 mánaða áskrift kostar 21.900 kr á mánuði

Athugið: Þeir sem eru einnig með fastan tíma fá 2.000 kr. afslátt af mánaðargjaldinu.

Athugið að verð áskriftar er endurskoðað 1. janúar og 1.september hvers árs.

ATH Reglur!

1.Kortið gildir einungis fyrir korthafa, sé meðspilari ekki með kort greiðir hann fyrir sinn hluta af vellinum.
2.Einungis er leyfilegt að bóka einn völl í einu með kortinu.  Hægt er að bóka annan völl eftir að bókuðum tíma líkur.

ATH: Við viljum vekja athygli á að helgarnar eru nokkuð þétt bókaðar og það getur verið erfitt að fá tíma um helgar yfir daginn.  Kortið er því hugsað fyrst og fremst sem morgunkort til kl. 14:30 virka daga og síðan getur korthafi nýtt eyður ef þær er að finna á helgum þ.e frá kl. 20:30 á föstudögum og á laugardögum og sunnudögum.

Silfur og Gull morgun- og helgarkort

Silfur, og Gull morgun- og helgarkort eru kort sem gildir fyrir sömu tíma og venjulega kortið en gefa meiri réttindi.  Með því er hægt að panta fleiri en einn völl í einu og hentar þeim sem vilja tryggja sér velli á morgnana (til 14:30) virka daga oftar en einu sinni í viku eftir samkomulagi. Hentar einnig þeim sem vilja vera í einkakennslu eða nota boltavélina (notkun á boltavélinni er innifalin í kortinu).  Ekki er hægt að festa tíma um helgar með þessum kortum. Silfur kortið kostar 17.900 kr á mánuði í fastri áskrift.  Gull kortið veitir enn meiri réttindi og kostar 25.900 kr á mánuði.  Að öðru leyti gilda sömu reglur og fyrir venjulegt morgun- og helgarkort.

 

Útskýringar (smellið á myndina til að stækka hana)

 

 

Opnir tímar

Kvennatímar eru í hádeginu á mánudögum kl. 11:30-12:30. Opnir tímar eru í hádeginu á mánudögum kl. 12:30-13:30 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 11:30-12:30.  Verðið er 2200 kr skiptið en ef þú ert með morgun- eða helgarkort í tennis þá er frítt í þessa tíma.

Splurggen – Cardio tennis
Milan Kosicky er með Splurggen á dagskrá nokkrum sinnum í viku í vetur. Á þriðjudögum kl. 18:30, á föstudögum kl. 8:00 og á laugardögum kl. 10:30. Á mánudögum og miðvikudögum kl. 8:00-9:00 og á laugardögum kl. 12:30  verður Splurggen fyrir byrjendur. Skráðu þig og fáðu upplýsingar hjá milan@tennishollin.is.  Vallargjald í Splurggen er 1650 kr á á klst en þeir sem eru með  morgun- og helgarkort (gildir ekki þriðjudaga kl.18:30) í tennis þurfa ekki að greiða vallargjaldið en það er  innifalið í áskriftinni. Greitt er sérstaklega fyrir þjálfunina.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá vor 23′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.800 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.950 kr. á mann
5 spilarar: 1.780 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Athugið að ekki er hægt að færa vallarbókun nema tilkynnt sé um breytingu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 22:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar