Byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í vetur
Byrjendanámskeið í tennis!
Um er að ræða mörg námskeið og ýmsar tímasetningar. Aðeins 4-5 einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Hægt er að skoða hvaða námskeið eru í boði á skráningarsíðu Tennishallarinnar. Ef það er ekkert í boði eða þeir tímar sem við erum með í boði henta ekki er gott að senda póst með upplýsingum á netfangið tennis@tennishollin.is
Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík og eru góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt. Boltar og spaðar eru á staðnum. Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Einnig bjóðum við upp á ýmsar útfærslur af námskeiðum, t.d. sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa.
Þjálfarar Tennishallarinnar eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í tennis.
Verð fyrir 10 tíma námskeið er 39.900 kr. á mann.
Verð fyrir 20 tíma námskeið er 69.900 kr. á mann.
17/01 2023
Á döfinni, Auglýsingaborði, Fréttir, Fyrir fullorðna, Námskeið, Tilboð