Í boði eru tennisnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Um er að ræða yfirleitt tveir tímar á viku. Aðeins fjórir til fimm einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík.
Morgun- og helgarkort (aðgangur að opnum tímum) Með morgun- og helgarkorti í tennis er korthafa frjálst að panta staka tíma á lausum tímum á virkum dögum fyrir kl. 14:30 og eftir kl. 22:30 og um helgar sem við skilgreinum að byrji kl. 20:30 á föstudagskvöldum. Athugið að aðeins er hægt að bóka einn tíma í […]
Tennis er mikil fjölskylduíþrótt og tennistími fyrir alla fjölskylduna einu sinni í viku er skemmtileg fjölskylduvenja og dýrmæt stund. Í vetur býður Tennishöllin fjölskyldum (aðeins fyrir pör og börn 18 ára og yngri) að fá sér fastan tennistíma um helgar með 25% afslætti af verði fastra tíma. Áhugasamir geta haft samband við Jónas í síma […]
Í vetur verður í boði tilboð til þeirra sem vilja spila einliðaleik á föstum tímum á milli 6-14:30 virka daga eða 22:30-23:30. Tveir fastir tímar í hverri viku fást á verði eins ef aðeins tveir spilarar nota völlinn og einn fastur tími í viku með 25% afslætti.
Hægt er að kaupa gjafabréf í tennis í Tennishöllinni. Gjafabréfið getur innihaldið tennistíma, tennisnámskeið eða einkatíma með þjálfara. Í Tennishöllinni er einnig gott úrval af tennisvörum á góðu verði frá Babolat. Það eru allir glaðir með að fá skemmtilega hreyfingu í jólapakkann sinn. Eigum gott úrval af tennisspöðum, tennisskóm og tennistöskum og tennisfötum á jólamarkaði.
Thursday, August 13, 2020
Comments Off on Byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar