A A

Framhaldsnámskeið fyrir fullorðna

Í boði eru framhaldnámskeið í tennis fyrir þá sem hafa verið á byrjendanámskeiði eða hafa spilað tennis áður og vilja fara af stað aftur. Um er að ræða einn eða tveir tímar á viku á sumartímabili, hausttímabili og/eða vortímabili. Aðeins fjórir til fimm einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Margir í Tennishöllinni eru búnir að vera í svona tímum í mörg ár því þjálfararnir kunna að láta menn hreyfa sig á fullu um leið og þeir spila tennis.  Við sem höfum spilað tennis við vitum auðvitað að það er ekki hægt að fá skemmtiegri hreyfingu og þetta er leiðin til að ná framförum.    Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Hafðu samband í síma 564 4030 og við komum þér af stað. Verð fyrir 10 tíma námskeið er kr. 34.900 á mann en kr. 64.900 kr á mann fyrir 20 tíma námskeið.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 21:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar