A A

Tennisæfingar TFK, TFG og TFH í vetur

Arnar Sigurðsson

Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisfélag Hafnarfjarðar halda sameiginlegar tennisæfingar fyrir börn og unglinga í Tennishöllinni Kópavogi í vetur. Öll börn og unglingar eru velkomin.  Hægt er að velja hversu oft viðkomandi æfir en mælt er með að allir séu a.m.k tvisvar í viku. Til þess að ráðstafa frístundastyrk þarf að skrá sig hjá viðeigandi tennisfélagi sem má finna neðst á síðunni, en ætlast er til að forráðamenn skrái iðkendur sjálfir í gegnum Nóra kerfið. Það er gert til þess að gæta að upplýsingar um tengilið séu réttar hverju sinni og veita forráðamönnum betri yfirsýn og utanumhald yfir æfingar iðkenda.

Yfirþjálfarar eru: Jón Axel Jónsson, Milan Kosicky.

Æfingar hafa hafist.

Míni tennis fjör,  5-7 ára

 • Laugardagar kl. 11:30-12:30
 • Sunnudagar kl.12:30-13:30
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:30

Æfingatímar fyrir 8-10 ára

 • Mánudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 14:30-15:30
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:50
 • Fimmtudagar kl. 14:30-15:50
 • Föstudagar kl. 14:30-15:50
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 14:50-16:10

Æfingatímar fyrir 11-13 ára

 • Mánudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 15:50-17:10
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:50
 • Miðvikudagar kl. 15:50-17:10
 • Fimmtudagar kl 14:30-15:50
 • Fimmtudagar kl. 15:50-17:10 (takmarkað pláss)
 • Föstudagar kl. 14:30-15:50
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 14:50-16:10

Æfingatímar fyrir unglinga

 • Mánudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 16:10-17:30

Æfingatímar fyrir úrvalshóp

Skipting í úrvalshópa fer að nokkru leyti eftir ITN listanum sem sjá má á www.tennissamband.is . Hins vegar geta komið upp tilvik þar sem þjálfurum finnst listinn ekki henta til að skipta í hópa og gera það miðað við aðrar forsendur. Einnig getur verið að ákveðnir hópar fyllist og verða þá þjálfarar að færa menn á milli eins og þeir telja að verði best fyrir prógrammið í heild.

Ath: Þeir sem fara á úrvalsæfingar geta einnig skráð sig á aðrar æfingar.

Úrvalshópur 1
Best er að skráning í úrvalshóp 1 sé í samvinnu við Jón Axel yfirþjálfara

 • Mánudagar kl. 15:50-17:10
 • Þriðjudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Föstudagar kl. 15:50-17:10
 • Laugardagar kl. 12:30-14:30

Úrvalshópur 2-3.

 • Mánudagar kl. 15:50-17:10
 • Þriðjudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Föstudagar kl. 15:50-17:10
 • Laugardagar kl. 14:30-16:00
 • Sunnudagar kl. 13:30-14:50

Æfingarnar hefjast 1. september.   Best er  skrá sig strax en ef það eru einhverjir sem eru ekki vissir um hvaða æfingatímar henta, þá er hægt að byrja að mæta á þær æfingar sem henta best í eina viku, ræða við yfirþjálfarana um tímana og finna hvernig best er að hafa æfingatöfluna. Þegar hún er kominn á hreint þá þarf að skrá sig helst a.m.k viku eftir að byrjað er að æfa .

Hægt er að velja um fjölda æfingatíma og miðast upphæð æfingagjalda við fjölda tíma eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Fjöldi tíma á viku Verð haust 2021
1 – 1,5 klst 39.900 kr.
2 klst 49.900 kr.
2,1 – 3 klst 59.900 kr.
3,1 – 4 klst 74.900 kr.
4,1 – 5 klst 86.900 kr.
5,1 – 6 klst 96.900 kr.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
 • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
 • Föstudaga 7:30 - 22:30
 • Laugardaga 8:30 - 21:30
 • Sunnudaga 9:30 -22:30
 • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar