A A

Tennisæfingar TFK, TFG og TFH í vetur

Arnar Sigurðsson

Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisfélag Hafnarfjarðar halda sameiginlegar tennisæfingar fyrir börn og unglinga í Tennishöllinni Kópavogi í vetur. Öll börn og unglingar eru velkomin.  Hægt er að velja hversu oft viðkomandi æfir en mælt er með að allir séu a.m.k tvisvar í viku. Til þess að ráðstafa frístundastyrk þarf að skrá sig hjá viðeigandi tennisfélagi sem má finna neðst á síðunni, en ætlast er til að forráðamenn skrái iðkendur sjálfir í gegnum Sportabler kerfið. Það er gert til þess að gæta að upplýsingar um tengilið séu réttar hverju sinni og veita forráðamönnum betri yfirsýn og utanumhald yfir æfingar iðkenda. Hægt er að mæta og ræða við þjálfara fyrstu vikuna og fá á hreint hvaða æfingar henta og skrá sig svo.

Yfirþjálfarar eru: Jón Axel Jónsson, Milan Kosicky.

Æfingar hefjast 1. september

Míni tennis fjör,  5-7 ára

 • Laugardagar kl. 11:30-12:30
 • Sunnudagar kl.12:30-13:30
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:30

Æfingatímar fyrir 8-10 ára

 • Mánudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 14:30-15:30
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:50
 • Fimmtudagar kl. 14:30-15:50
 • Föstudagar kl. 14:30-15:50
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 14:50-16:10

Æfingatímar fyrir 11-13 ára

 • Mánudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 14:30-15:50
 • Þriðjudagar kl. 15:50-17:10
 • Miðvikudagar kl. 14:30-15:50
 • Miðvikudagar kl. 15:50-17:10
 • Fimmtudagar kl 14:30-15:50
 • Fimmtudagar kl. 15:50-17:10 (takmarkað pláss)
 • Föstudagar kl. 14:30-15:50
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 14:50-16:10

Æfingatímar fyrir unglinga

 • Mánudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Laugardagar kl. 16:00-17:30
 • Sunnudagar kl. 16:10-17:30

Æfingatímar fyrir úrvalshóp

Skipting í úrvalshópa fer að nokkru leyti eftir ITN listanum sem má finna hér. Hins vegar geta komið upp tilvik þar sem þjálfurum finnst listinn ekki henta til að skipta í hópa og gera það miðað við aðrar forsendur. Einnig getur verið að ákveðnir hópar fyllist og verða þá þjálfarar að færa menn á milli eins og þeir telja að verði best fyrir prógrammið í heild.

Ath: Þeir sem fara á úrvalsæfingar geta einnig skráð sig á aðrar æfingar.

Úrvalshópur 1
Best er að skráning í úrvalshóp 1 sé í samvinnu við þjálfara

 • Mánudagar kl. 15:50-17:10
 • Þriðjudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Föstudagar kl. 15:50-17:10
 • Laugardagar kl. 12:30-14:30

Úrvalshópur 2-3.

 • Mánudagar kl. 15:50-17:10
 • Þriðjudagar kl. 17:10-18:30
 • Fimmtudagar kl. 17:10-18:30
 • Föstudagar kl. 15:50-17:10
 • Laugardagar kl. 14:30-16:00
 • Sunnudagar kl. 13:30-14:50

Æfingarnar hefjast aftur 1. september.   Best er  skrá sig strax en ef það eru einhverjir sem eru ekki vissir um hvaða æfingatímar henta, þá er hægt að byrja að mæta á þær æfingar sem henta best í eina viku, ræða við yfirþjálfarana um tímana og finna hvernig best er að hafa æfingatöfluna. Þegar hún er kominn á hreint þá þarf að skrá sig helst a.m.k viku eftir að byrjað er að æfa .

Hægt er að velja um fjölda æfingatíma og miðast upphæð æfingagjalda við fjölda tíma eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

 

—————————————————————————————————

Fjöldi tíma á viku Verð Haust 2022
1 – 1,5 klst 44.900
2 klst 55.900
2,1 – 3 klst 66.900
3,1 – 4 klst 83.900
4,1 – 5 klst 95.900
5,1 – 6 klst 106.900

—————————————————————————————————

 

Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.

 

 

 

 

 

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá vor 23′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.800 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.950 kr. á mann
5 spilarar: 1.780 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Athugið að ekki er hægt að færa vallarbókun nema tilkynnt sé um breytingu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
 • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
 • Föstudaga 7:30 - 22:30
 • Laugardaga 8:30 - 22:30
 • Sunnudaga 9:30 -22:30
 • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar