Tennishöllin var opnuð þann 20. maí 2007. Tennishöllin er miðstöð tennis á Íslandi. Í Tennishöllinni eru þrír tennisvellir, félagsaðstaða og búningsklefar. Við hlið Tennishallarinnar eru þrír útitennisvellir TFK og er hægt að bóka á inni- og útivelli í Tennishöllinni.
Í Tennishöllinni er hægt að leiga sér völl, margir leigja sér fasta tíma á veturna og kaupa sumarkort á sumrin sem veitir ótakmarkaðan aðgang yfir sumartímabilið.
Í Tennishöllinni æfa sex tennisfélög. Tennisfélag Kópavogs, Tennisdeild Fjölnis, Tennisklúbbur Víkings, Tennisfélag Garðabæjar, Tennisdeild Þróttar og Tennisdeild BH. Tennishöllin býður upp á byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri.
Í Tennishöllinni er tekið sérstaklega vel á móti þeim sem vilja kynnast og læra íþróttina. Starfsfólk Tennishallarinnar kappkostar að reyna að finna námskeið eða hóp og stundum mótspilara fyrir hvern og einn. Allir eru velkomnir í tennis í Tennishöllinni.
Tennishöllin Kópavogi Dalsmára 13 201 KópavogiSími: 564 4030