A A

Um tennishöllina

Tennishöllin var opnuð þann 20. maí 2007.  Tennishöllin er miðstöð tennis á Íslandi.  Í Tennishöllinni eru þrír tennisvellir, félagsaðstaða og búningsklefar.  Við hlið Tennishallarinnar eru þrír útitennisvellir TFK og er hægt að bóka á inni- og útivelli í Tennishöllinni.

Í Tennishöllinni er hægt að leiga sér völl, margir leigja sér fasta tíma á veturna og kaupa sumarkort á sumrin sem veitir ótakmarkaðan aðgang yfir sumartímabilið.

Í Tennishöllinni æfa sex tennisfélög.  Tennisfélag Kópavogs, Tennisdeild Fjölnis, Tennisklúbbur Víkings, Tennisfélag Garðabæjar, Tennisdeild Þróttar og Tennisdeild BH.  Tennishöllin býður upp á byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri.

Í Tennishöllinni er tekið sérstaklega vel á móti þeim sem vilja kynnast og læra íþróttina.  Starfsfólk Tennishallarinnar kappkostar að reyna að finna námskeið eða hóp og stundum mótspilara fyrir hvern og einn.  Allir eru velkomnir í tennis í Tennishöllinni.

Tennishöllin Kópavogi
Dalsmára 13
201 Kópavogi

Sími: 564 4030

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá vor 23′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.800 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.950 kr. á mann
5 spilarar: 1.780 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Athugið að ekki er hægt að færa vallarbókun nema tilkynnt sé um breytingu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 22:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar