Byrjendanámskeið í Padel fyrir fullorðna í vetur
Hægt er að skrá sig á námskeið hér á skráningarsíðunni okkar: skráning . Aðeins 4 til 5 einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans.
Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík og eru góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt. Boltar og spaðar eru á staðnum.
Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Bjóðum upp á sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa. Padel er frábær paraíþrótt.
Alvaro Martínez León er Padelþjálfarinn okkar með mikla reynslu en hann spilaði og þjálfaði á Spáni.
Verð fyrir 10 tíma námskeið er 34.900 kr. en 64.900 kr. fyrir 20 tíma námskeið.
Ef þú vilt koma á svona námskeið, þá er best að skrá sig hér á skráningarsíðunni okkar, þar birtast laus námskeið: skráning. Ef tímasetningarnar þar passa ekki þá getum við athugað aðrar tímasetningar fyrir þig/ykkur og þá er best að skrá þig á formið hér fyrir neðan og við verðum í sambandi.
02/01 2022
Á döfinni, Fréttir, Fyrir fullorðna, Námskeið