A A

Byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í vetur

Byrjendanámskeið í tennis

Byrjendanámskeið í tennis!

Um er að ræða mörg námskeið og ýmsar tímasetningar.   Aðeins 4-5 einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Hægt er að skoða hvaða námskeið eru í boði á skráningarsíðu Tennishallarinnar. Ef það er ekkert í boði eða þeir tímar sem við erum með í boði henta ekki er gott að senda póst með upplýsingum á netfangið tennis@tennishollin.is

Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og lærdómsrík og eru góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt.  Boltar og spaðar eru á staðnum. Þú getur komið einn á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Einnig bjóðum við upp á ýmsar útfærslur af námskeiðum, t.d. sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa.

Þjálfarar Tennishallarinnar eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í tennis.

 

Verð fyrir 10 tíma námskeið er 39.900 kr. á mann.

Verð fyrir 20 tíma námskeið er 69.900 kr. á mann.

Allir velkomnir í tennis

Vilt þú byrja að spila tennis? Við getum fundið rétta námskeiðið fyrir þig eða hóp. Skráðu þig hér og við verðum í sambandi og hjálpum þér að byrja í tennis.

Verðskrá vor 23′

Stakur tími í padel eða tennis:
7.000 kr.

Fastur tími í padel:
Mánudag - fimmtudag 16:30-22:30:
7.800 kr.
Verð annars:
7.000 kr.

Fastur tími í tennis:
4 spilarar: 1.950 kr. á mann
5 spilarar: 1.780 kr. á mann
6 spilarar: 1.650 kr. á mann

Opinn tími:
2.200 kr.

Vallargjald í Splurggen:
1.650 kr/klst

Athugið að ekki er hægt að færa vallarbókun nema tilkynnt sé um breytingu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

Opnunartími

Opnunartíminn í vetur
  • Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 - 23:30
  • Föstudaga 7:30 - 22:30
  • Laugardaga 8:30 - 22:30
  • Sunnudaga 9:30 -22:30
  • Sími Tennishallarinnar er 564 4030
Nýjustu Flickr myndirnar okkar