Í sumar ættu allir tennisspilarar að finna eitthvað við sitt hæfi. Við verðum með þó nokkuð af opnum tímum sem hægt er að mæta í og kynnast þannig öðrum spilurum. Kvennatímar verða á mánudögum kl. 12-13. Umsjón hefur Jón Axel Jónsson. Karlakvöld verða á Þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-21. Umsjón hefur Ægir Breiðfjörð. Opnir tímar […]
Í Tennishöllinni er hægt að leigja sér fasta vikulega tíma í tennis yfir veturinn. Vetrartímabilið stendur frá 18.ágúst – 31. maí en hægt er að hætta eða gera breytingar um áramót. Ef þú vilt panta þér fastan tíma í tennis með vinum eða fjölskyldu er best að hafa samband sem fyrst og láta vita af […]
Tennis er mikil fjölskylduíþrótt og tennistími fyrir alla fjölskylduna einu sinni í viku er skemmtileg fjölskylduvenja og dýrmæt stund. Í vetur býður Tennishöllin fjölskyldum (aðeins fyrir pör og börn 18 ára og yngri) að fá sér fastan tennistíma um helgar með 25% afslætti af verði fastra tíma. Áhugasamir geta haft samband við Jónas í síma […]
Laugardaginn 3. júní er loksins komið að tvíliðaleiks skemmtimóti. Mótið byrjar upp úr kl. 16:00 og verður spilaður tvíliðaleikur þar sem menn skipta alltaf um meðspilara og mótspilara. Gefin verða verðlaun fyrir flestar unnar lotur. Spilað verður á sex völlum til kl. 19:30 og verður svo boðið upp á grillaða hamborgara og er einn drykkur […]
Í vetur verður í boði tilboð til þeirra sem vilja spila einliðaleik á föstum tímum á milli 6-14:30 virka daga eða 22:30-23:30. Tveir fastir tímar í hverri viku fást á verði eins ef aðeins tveir spilarar nota völlinn og einn fastur tími í viku með 25% afslætti.
Kvennatímar í tennis eru í vetur kl. 11:30-12:30 í hádeginu á mánudögum. Í tímunum er spilaður tennis og eru tennisþjálfarar á staðnum og skipuleggja hverjar spila saman og þjálfa á einum vellinum og róterar hópnum. Verð er 1.800 kr. skiptið en þær sem eru með árskort eða sumarkort í tennis þurfa ekki að greiða sérstaklega […]
Í sumar verður haldin einliðaleiks áskorendakeppni í umsjón Milan Kosicky. Keppnin fer af stað á fullu laugardaginn 4.júní. Hægt verður að spila og skora á aðra þátttakendur í allt sumar. Allir geta verið með á hvaða aldri eða getu þeir eru á. Spilað verður Pro set upp í 9 lotur. Tie break í 8-8 “Rankings” […]
Í Tennishöllinni starfa margir góðir þjálfarar. Hægt er að fara á hópnámskeið en einnig er hægt að taka einkatíma hjá þjálfurum. Vinsælt er t.d hjá þeim sem fá sér árskort að taka öðru hverju einkatíma. Algengt er að einn eða tveir saman fái sér einkaþjálfun. Ef þú vilt komast að hjá toppþjálfara þá geturðu haft […]
Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir fullorðna og ITN styrkleikaflokkurinn hefst mánudaginn 27.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrár má sjá hér fyrir neðan: ITN styrkleikaflokkur Allir aðrir flokkar Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16. Mótstjóri er Jónas Páll Björnsson s. 699-4130 netfang; jonas@tennishollin.is
Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ fyrir börn og unglinga hefst á morgun, laugardaginn 18.desember og er keppt í Tennishöllinni í Kópavogi.
Mótskrá má sjá hér fyrir alla barna- og unglingaflokka.
Keppt verður í mini tennis mánudaginn 20.desember kl 14:30.
Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 16.
Tuesday, April 20, 2021
0 Athugasemdir